Körfubolti

Fótbolta-körfuboltaskotið hjá Lauri Markkanen | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lauri Markkanen.
Lauri Markkanen. Vísir/Getty

Finnski körfuboltamaðurinn Lauri Markkanen er á sínu fyrsta ári í NBA-deildinni með liði Chicago Bulls. Hann er bæði að vekja athygli fyrir hæfileika sína í körfubolta og fótbolta.

Markkanen fór á kostum með finnska landsliðinu á EM í Helsinki í haust og skoraði meðal annars 23 stig á 24 mínútum í sigri á Íslandi.

Lauri Markkanen er með 14,7 stig að meðaltali í fyrstu 25 leikjunum með Chicago Bulls en hann er að skora 2,2 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik.

Það vita kannski færri að Lauri var afbragsðfótboltamaður og eldri bróðir hans, Eero Markkanen, er landsliðframherji hjá Finnum.

Lauri er 213 sentímetrar á hæð og kannski aðeins of hávaxinn fyrir fótboltann en hann hefur samt góða tilfinningu fyrir boltanum í fótunum.

Þetta sýndi hann á skotæfingu Chicago Bulls á dögunum þar sem þessi tvítugi strákur bauð upp á skemmtilega knattleikni.

Liðsfélagar hans trúðu varla sínum eigin augum en best var þó þegar Lauri Markkanen bauð upp á svokallað fótbolta-körfuboltaskot en það eru ekki margir NBA-leikmenn sem gætu leikið það eftir.

Chicago Bulls setti myndband af þessu inn á fésbókarsíðu sína sem má sjá hér fyrir neðan.NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.