Handbolti

Sjáðu sigurdans sænsku stelpnanna | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sænsku stelpurnar fagna.
Sænsku stelpurnar fagna. vísir/getty
Sænska kvennalandsliðið í handbolta hefur komið skemmtilega á óvart á HM í Þýskalandi.

Á föstudaginn mætir Svíþjóð Frakklandi í Hamburg í undanúrslitum á HM.

Svíar tryggðu sér sigur í B-riðli með sigri á heimsmeisturum Norðmanna, 28-31, í lokaumferð riðlakeppninnar.

Sænsku stelpurnar rúlluðu yfir Slóveníu, 33-21, í 16-liða úrslitum og báru svo sigurorð af Danmörku, 26-23, í 8-liða úrslitunum í fyrradag.

Leikgleðin er allsráðandi hjá sænska liðinu. Leikmenn þess hafa það t.d. fyrir sið að dansa í búningsklefanum eftir sigurleiki.

Þennan skemmtilega dans má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×