Innlent

Yfirburðasigur Önnu Maríu í varaformannskosningu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Anna María Gunnarsdóttir er nýr varaformaður KÍ.
Anna María Gunnarsdóttir er nýr varaformaður KÍ.
Anna María Gunnarsdóttir hefur verið kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Fjórir félagsmenn KÍ buðu sig fram í embættið og féllu atkvæði þannig:

Anna María Gunnarsdóttir hlaut 1.653 atkvæði eða 52,86%

Ásthildur Lóa Þórsdóttir hlaut 845 atkvæði eða 27,02%

Heimir Björnsson hlaut 259 eða 8,28%

Simon Cramer Larsen hlaut 135 atkvæði eða 4,32%

Auðir seðlar voru 235 eða 7,52%

Á kjörskrá voru 10.307 og greiddu 3.127 atkvæði, eða 30,34%. Atkvæðagreiðslan var rafræn, hófst klukkan 9.00 fimmtudaginn 7. desember og lauk klukkan 14 í dag, miðvikudaginn 13. desember.

Anna María Gunnarsdóttir tekur við embætti varaformanns af Aðalheiði Steingrímsdóttur á VII þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári.

Upphaflega voru sex í framboði til varaformanns. Tveir frambjóðendur drógu framboð sitt til baka í ljósi þess að nýkjörinn formaður KÍ, Ragnar Þór Pétursson, sætir tuttugu ára gamalli ásökun um að hafa sýnt nemanda klám á sínum tíma. Ragnar Þór þvertekur fyrir að nokkuð slíkt hafi gerst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×