Sport

Annað Íslandsmetið í dag hjá Hrafnhildi skilaði henni í úrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. vísir/anton

Hrafnhildur Lúthersdóttir er komin í úrslitasundið á EM í 25 metra laug í Kaupmannahöfn eftir frábært undanúrslitasund. Hún fær aðeins um klukktíma til að jafna sig fyrir úrslitasundið.

Hrafnhildur Lúthersdóttir var með þriðja besta tímann í sínum riðli og er með sjötta besta tímann af þeim sem komust í úrslitasundið.

Hrafnhildur kom í mark á 30,03 sekúndum sem er bæting á Íslandsmetinu sem hún setti í undanrásunum í dag. Hrafnhildur synti á 30,20 sekúndum í morgun og stórbætti þá Íslandsmetið sitt síðan í nóvember.  Íslandsmetið hennar var 30,42 sekúndur þegar hún vaknaði í morgun.

Úrslitasundið fer fram eftir klukkutíma og það verður því þriðja sundið hennar í dag. Sundið á að hefjast klukkan 17.13 að íslenskum tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.