Sport

Annað Íslandsmetið í dag hjá Hrafnhildi skilaði henni í úrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. vísir/anton
Hrafnhildur Lúthersdóttir er komin í úrslitasundið á EM í 25 metra laug í Kaupmannahöfn eftir frábært undanúrslitasund. Hún fær aðeins um klukktíma til að jafna sig fyrir úrslitasundið.

Hrafnhildur Lúthersdóttir var með þriðja besta tímann í sínum riðli og er með sjötta besta tímann af þeim sem komust í úrslitasundið.

Hrafnhildur kom í mark á 30,03 sekúndum sem er bæting á Íslandsmetinu sem hún setti í undanrásunum í dag. Hrafnhildur synti á 30,20 sekúndum í morgun og stórbætti þá Íslandsmetið sitt síðan í nóvember.  Íslandsmetið hennar var 30,42 sekúndur þegar hún vaknaði í morgun.

Úrslitasundið fer fram eftir klukkutíma og það verður því þriðja sundið hennar í dag. Sundið á að hefjast klukkan 17.13 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×