Körfubolti

Chris Paul öflugur í ellefta sigri Houston í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chris Paul fór mikinn gegn Charlotte.
Chris Paul fór mikinn gegn Charlotte. vísir/getty
Sigurganga Houston Rockets í NBA-deildinni heldur áfram en í nótt vann liðið Charlotte Hornets, 108-96, á heimavelli. Þetta var ellefti sigur Houston í röð.

Chris Paul skoraði 31 stig, hirti sjö fráköst og gaf 11 stoðsendingar í liði Houston. James Harden hitti illa en skilaði samt 21 stigi og átta stoðsendingum.

Boston Celtics reif sig upp eftir tapið óvænta fyrir Chicago Bulls og vann Denver Nuggets, 124-118. Boston er áfram á toppnum í Austurdeildinni.

Kyrie Irving skoraði 33 stig og gaf sjö stoðsendingar í liði Boston. Jaylen Brown bætti 26 stigum við.

Paul George sneri aftur á sinn gamla heimavöll þegar Oklahoma City Thunder bar sigurorð af Indiana Pacers, 95-100.

George hafði hægt um sig og hitti afar illa. Hann endaði með 12 stig. Steven Adams var stigahæstur hjá Oklahoma með 23 stig. Hann tók einnig 13 fráköst. Russell Westbrook var með þrefalda tvennu; 10 stig, 17 fráköst og 12 stoðsendingar.

Úrslitin í nótt:

Houston 108-96 Charlotte

Boston 124-118 Denver

Indiana 95-100 Oklahoma

Orlando 95-106 LA Clippers

Washington 93-87 Memphis

Miami 95-102 Portland

New Orleans 115-108 Milwaukee

Chicago 103-100 Utah

Phoenix 109-115

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×