Enski boltinn

Sjáðu mörkin úr sögulegum sigri City og öll hin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sergio Agüero, David Silva og Kevin De Bruyne skoruðu mörk Manchester City gegn Swansea.
Sergio Agüero, David Silva og Kevin De Bruyne skoruðu mörk Manchester City gegn Swansea. vísir/getty
Manchester City setti met þegar liðið vann sigur á Swansea City, 0-4, á Liberty vellinum í Wales í gær. Þetta var fimmtándi sigur City í röð sem er met í efstu deild á Englandi.

City er áfram með 11 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Romelu Lukaku skoraði eina mark leiksins þegar Manchester United tók á móti Bournemouth.

Liverpool og Arsenal gerðu bæði markalaust jafntefli en Tottenham bar sigurorð af Brighton, 2-0, á Wembley.

Gylfi Þór Sigurðsson var á sínum stað í byrjunarliði Everton sem vann 0-1 sigur á Newcastle United.

Þá vann Leicester City sinn fjórða leik í röð er liðið bar sigurorð af Southampton á útivelli, 1-4.

Öll mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir neðan.

Swansea 0-4 Man City
Man Utd 1-0 Bournemouth
Liverpool 0-0 West Brom
West Ham 0-0 Arsenal
Tottenham 2-0 Brighton
Newcastle 0-1 Everton
Southampton 1-4 Leicester
Miðvikudagsuppgjör

Tengdar fréttir

WBA stöðvaði Liverpool

Liverpool hefur skorað að vild í síðustu leikjum en liðið náði ekki að koma boltanum yfir línuna gegn WBA í kvöld. Markalaust jafntefli niðurstaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×