Enski boltinn

Rooney með 75 prósent nýtingu ef hann hittir á markið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins þegar Everton vann 0-1 sigur á Newcastle United á útivelli í gær.

Rooney hefur verið nokkuð heitur fyrir framan mark andstæðinganna eftir að hann sneri aftur til Everton eftir 13 ár í herbúðum Manchester United.

Rooney er kominn með níu mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Aðeins Mohamed Salah (13), Harry Kane (12) og Sergio Agüero (10) hafa skorað fleiri mörk.

Rooney hefur nýtt færin sín einstaklega vel í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en í níu af þeim 12 skiptum sem hann hefur hitt markið hefur boltinn farið í netið. Það gerir 75% skotnýtingu sem verður að teljast býsna gott.

Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Everton sótt í sig veðrið undir stjórn Sams Allardyce og náð í 10 stig í síðustu fjórum leikjum.

Everton situr í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 22 stig eftir 17 umferðir.


Tengdar fréttir

Gylfi og félagar fá ekkert jólapartí

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, hefur slegið árlegan jólafögnuð leikmanna liðsins af. Hann segir að liðið verði að koma sér í betri stöðu áður en það fagni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×