Enski boltinn

Ekki pláss á bekknum fyrir Mkhitaryan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Henrik Mkhitaryan á æfingasvæðinu.
Henrik Mkhitaryan á æfingasvæðinu. Vísir/Getty
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að aðrir leikmenn eigi fremur skilið tækifæri að spila með liðinu en Armeninn Henrik Mkhitaryan, sem hefur verið í kuldanum hjá Portúgalanum síðustu vikurnar.

Mkhitaryan byrjaði tímabilið í liðinu en missti sæti sitt eftir að það leið á tímabilið. Hann var nokkuð harkalega gagnrýndur af Mourinho fyrir nokkrum vikum síðan en stjórinn var aftur spurður út í stöðu Mkhitaryan eftir sigur Manchester United á Bournemouth í gær.

Sjá einnig: Mourinho segir Mkhitaryan vera á hraðri niðurleið

„Ég get bara verið með sex útileikmenn á bekknum og ég reyni að hafa jafnvægi í þeim hópi,“ sagði hann.

„Ég var með tvo varnarmenn og Daley Blind sem getur spilað í nokkrum stöðum. Ég var með Ashley Young sem getur bjargað mér á báðum köntum og sem vængbakvörður.“

„Ander Herrera var sem miðjumaður á bekknum, Zlatan sem sóknarmaður og Marcus Rashford sem sóknartengiliður og kantmaður. Eins og er þá tel ég að þeir eigi fremur skilið tækifæri á að spila.“

Mkhitaryan var ekki í hópi Manchester United í gær og hann missti einnig af leiknum gegn Manchester City um helgina, sem og Newcastle, Basel, Watford, Arsenal og CSKA Moskvu síðastliðinn mánuð.

United mætir West Brom á laugardag í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×