Viðskipti innlent

Kaleo mest gúgglaðir

Atli Ísleifsson skrifar
Hljómsveitin Kaleo heldur áfram að sigra heiminn.
Hljómsveitin Kaleo heldur áfram að sigra heiminn. Vísir/stefán
Hljómsveitin Kaleo var vinsælasta leitarorðið yfir mest gúggluðu Íslendingana á alþjóðavísu á árinu sem er að líða. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson var hins vegar sá Íslendingur sem Íslendingar gúggluðu hvað oftast.

Þetta er niðurstaða samantektar H:N Markaðssamskipta. Kaleo var var gúggluð rúmlega 3,6 milljón sinnum um allan heim á árinu sem er að líða. Annað sætið skipar sveitin Of Monsters and Men en sveitin var gúggluð um 1,3 milljón sinnum og Björk í því þriðja þar með tæpar 900 þúsund leitarniðurstöður. Gylfi Sigurðsson er í fjórða sæti og crossfit-konan Sara Sigmundsdóttir er í því fimmta.

H:N Markaðssamskipti
„Gunnar Nelson er ekki að finna á topp tíu listanum en hann hefur verið með mest gúggluðu Íslendingunum síðustu ár. Strákarnir í Sigur Rós eru í fimmta sæti og listamaðurinn Ragnar Kjartansson í því sjötta.

Kaleo sló sem kunnugt er í gegn á árinu sem er að líða og eru meðal annars tilnefndir til Grammy-verðlauna fyrir lagið Way down we go. Þá hituðu þeir meðal annars upp fyrir Rolling Stones á árinu. Fróðlegt er að sjá hvað fólk gúgglaði Gylfa mun oftar í kringum vistaskiptin hans til Everton í ágúst.

H:N Markaðssamskipti
Gylfi er hins vegar sá sem Íslendingar gúggluðu lang oftast og Kaleo næst oftast. Björk og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson deila svo þriðja og fjórða sætinu saman og Guðni Th. Jóhannesson og Of Monsters and Men deila fimmta og sjötta sætinu.

Baltasar Kormákur og Katrín Jakobsdóttir deila svo sjöunda til ellefta sæti með rithöfundum Yrsu Sigurðardóttur og Arnaldi Indriðasyni.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Benedikt Sveinsson, faðir hans, eru svo í 13. – 15. sæti listans með Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta,“ segir í tilkynningunni og er sérstaklega tekið fram að listinn sé langt frá því að vera tæmandi. Líta beri á listann sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×