Enski boltinn

Þjálfarinn vonast til að fæða tvíburana sína eftir að tímabilið klárast

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emma Hayes á hliðarlínunni í bikarúrslitaleiknum á Wembley.
Emma Hayes á hliðarlínunni í bikarúrslitaleiknum á Wembley. Vísir/AFP
Emma Hayes hefur verið að gera frábæra hluti með kvennalið Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en nú stendur hún á tímamótum.

Chelsea vann tvöfalt undir hennar stjórn árið 2015 og vann líka vorkeppnina í ár.

Emma Hayes er ófrísk og á meira að segja vona á tvíburum. Hún er sett í júní næstkomandi en það gæti vissulega breyst.  Tímabilið í ensku úrvalsdeildinni endar í maí.

Hayes er 41 árs gömul og skrifaði undir nýjan þriggja og hálfs árs samning í október.





 

Hún hefur verið knattspyrnustjóri kvennaliðs Chelsea frá 2012 og var meðal annars stjóri Eddu Garðarsdóttur og Ólínu Guðbjargar Viðarsdóttur þegar þær spiluðu í Lundúnaliðinu 2013.

Hayes hefur einnig verið orðuð við landsliðsþjálfarastöðuna hjá Englandi eftir að Mark Sampson hætti.

Emma Hayes vonar að börnin komi ekki í heiminn fyrr en eftir að tímabilinu lýkur.

„Það hefur verið draumur minn að verða mamma. Þetta mesta áskorun lífsins til þessa,“ sagði Emma Hayes við BBC.

Chelsea er í öðru sæti í deildinni á eftir Manchester City og er einnig komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Montpellier í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×