Viðskipti erlent

Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Teva er stærsti samheitalyfjaframleiðandi í heimi.
Teva er stærsti samheitalyfjaframleiðandi í heimi. vísir/getty

Ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. Þetta kemur fram í fréttaveitu Financial Times en Viðskiptablaðið greindi einnig frá.

Einnig verður hætt við arðgreiðslur og framleiðsluverksmiðjum og rannsóknarstofum lokað. Er þetta gert til þess að rétta slæman rekstur félagsins af.

Skuldabyrði Teva hefur þyngst töluvert eftir að það tók yfir rekstur Actavis, og þar með lyfjasölufyrirtækisins Medis, en kaupin fóru í gegn árið 2015.

Í ágúst fyrr á þessu ári greindi Fréttablaðið frá því að Teva hygðist grynnka á skuldum sínum með sölu á Medis. Á svipuðum tíma var greint frá því að sjö þúsund starfsmönnum yrði sagt upp hjá Teva og að loka eða selja ætti fimmtán verksmiðjur þess víða um heim áður en árið liði.

Teva er stærsti seljandi samheitalyfja í heiminum en skuldabyrði þess hefur aukist töluvert undanfarið vegna aukinnar samkeppni og lækkun á verði lyfja.


Tengdar fréttir

Salan á Medis í höndum Citibank

Ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva er sagt hafa ráðið hinn bandaríska Citibank til að selja lyfjasölufyrirtækið Medis fyrir marslok 2018. Medis er til húsa í Hafnarfirði og af 100 manna starfsliði fyrirtækisins starfa um 85 hér á landi.

Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis

Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva leitar að kaupanda að dótturfélagi sínu Medis. Félagið eignaðist Medis þegar það tók yfir rekstur Actavis Generics, samheitalyfjahluta Actavis, síðasta sumar. Um 85 manns starfa hjá Medis hér á landi.

Actavis fær nýja eigendur

Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva Pharmaceutical Inudstries Ltd hefur fest kaup á samheitalyfjahluta Allergan fyrir 5400 milljarða íslenskra króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.