Sport

Líklega draugur sem setti stera í þvagprufuna mína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kerley í leik með Jets.
Kerley í leik með Jets.

Jeremy Kerley, leikmaður NY Jets, er nýkominn úr fjögurra leikja banni fyrir ólöglega lyfjanotkun og heldur enn fram sakleysi sínu í málinu.

Er hann var dæmdur í bannið sagðist Kerley vera í áfalli. Hann hefði aldrei viljandi neytt stera.

Nú mánuði síðar er hann enn jafn hissa en telur sig jafnvel vera búinn að finna skýringu á því af hverju hann féll á lyfjaprófinu.

„Ég er ekki viss en það er mikið um drauga hérna. Það hefur líklega verið draugur sem setti sterana í þvagprufuna,“ sagði Kerley og einhverjir hafa gert því skóna að hann sé á einhverju öðru en sterum eftir að hafa heyrt þessa útskýringu.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.