Erlent

Skólabíll varð fyrir lest í Frakklandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Minnst fjögur börn eru látin og 21 er slasaður, þar af mest börn, eftir að skólabíll varð fyrir lest nærri bænum Perpignan í Frakklandi í dag. Sjö eru sagðir í alvarlegu ástandi. Í skólabílnum voru sextán börn og unglingar á aldrinum átta til fimmtán ára.



Í samtali við Sky News segja sjónarvottar að rútan hafi farið í tvennt við áreksturinn. Sjötíu slökkviliðsmenn voru kallaðir á vettvang auk tíu sjúkrabíla og fjögurra þyrlna.



Talsmaður lestarfyrirtækisins segir að lestin hafi verið á um 80 kílómetra hraða og að um 25 farþegar hafi verið um borð. Þrír þeirra munu hafa hlotið minniháttar meiðsli í slysinu.



Lestin mun hafa lent á afturhluta rútunnar. Samgönguráðherra Frakklands, Elisabeth Borne, segir að um hræðilegt slys sé að ræða og að hún sé á leið til Perpignan. Ekki liggur fyrir hvernig slysið varð að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×