Innlent

Hagfræðingur ASÍ fagnar auknu fjármagni til sjúkrahúsanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður Efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður Efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins

„Það er jákvætt að verið er að greiða áfram niður skuldir,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður Efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, um nýtt fjárlagafrumvarp. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að greiða niður skuldir um 50 milljarða. Hins vegar hefði hún viljað sjá meiri afgang.

Henný Hinz sérfræðingur ASÍ í verðlagsmálum

„Við erum stödd á toppi núverandi uppsveiflu þannig að tekjuvöxturinn er mjög sterkur. Á sama tíma eru vísbendingar þess efnis að það sé að hægja á hagvextinum. Þannig að við hefðum viljað sjá stjórnvöld búa betur í haginn og skila afgangi í stað þess að lofa auknum útgjöldum áfram Sú staða gæti hæglega komið upp að tekjuvöxturinn verði minni en áætlað er enda eru hagvaxtarforsendur að breytast nokkuð mikið en eftir standa þá tug milljarða útgjaldaloforð,“ segir hún.

Ásdís segir að umsvif hins opinbera séu mjög mikil í alþjóðlegum samanburði. Það séu talsverð tækifæri til forgangsröðunar innan þess útgjaldaramma sem fyrir er. Þá þurfi að skapa svigrúm á útgjaldahliðinni til að lækka skatta. Jafnframt þurf að nýta áfram einskiptistekjur til þess að greiða niður skuldir.

„Það er jákvætt að verið sé að bæta við peningum inn í reksturinn í heilbrigðisþjónustunni, bæði í Landspítalann og heilsugæsluna. Þetta er langt frá þeirri viðbótar fjárþörf sem Landspítalinn hefur lýst að hann hafi en þetta er samt jákvætt,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá SA. Hún segir dregið úr stuðningi við barnafjölskyldur og ekki hugað nóg að vinnumarkaðstengdum réttindum. „Atvinnuleysisbætur verða áfram í sögulegu lágmarki sem hlutfall af lægstu launum og lækka raunar í hlutfalli við það,“ segir hún. Stefnan varðandi þessa þætti velferðarmálanna virðist óbreytt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.