Enski boltinn

Kjúklingarnir hjá Everton verðlaunaðir með nýjum samningum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dominic Calvert-Lewin fagnar marki.
Dominic Calvert-Lewin fagnar marki. vísir/getty
Ungu strákarnir hjá Everton, Dominic Calvert-Lewin, Mason Holgate og Jonjoe Kenny, hafa átt stóran þátt í góðu gengi liðsins að undanförnu. Og þeir hafa nú verið verðlaunaðir með nýjum samningum.

„Við erum hæstánægðir með að þessir ungu menn hafi samið til framtíðar við félagið. Ég er ekki í vafa um að þeir muni spila stórt hlutverk hjá Everton á næstu árum,“ sagði Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton.

Calvert-Lewin kom til Everton frá Sheffield United fyrir rúmu ári. Framherjinn hefur skorað sex mörk á þessu tímabili.

Holgate, sem getur bæði spilað sem bakvörður og miðvörður, gekk til liðs við Everton frá Barnsley sumarið 2015.

Kenny er uppalinn hjá Everton. Bakvörðurinn hefur spilað 10 af síðustu 12 leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Gylfi og félagar fá ekkert jólapartí

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, hefur slegið árlegan jólafögnuð leikmanna liðsins af. Hann segir að liðið verði að koma sér í betri stöðu áður en það fagni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×