Enski boltinn

Kahn sér eftir því að hafa ekki farið til United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oliver Kahn tekur selfí.
Oliver Kahn tekur selfí. vísir/getty
Oliver Kahn sér eftir því að hafa ekki farið til Manchester United þegar hann fékk tækifæri til þess.

Sir Alex Ferguson reyndi að fá þýska markvörðinn til United í upphafi þessarar aldar en hann ákvað að halda kyrru fyrir hjá Bayern München.

„Ferguson er enn fúll út í mig. Hann var sannfærður að ég myndi koma til United árið 2003 eða 2004,“ sagði Kahn í samtali við Sport Bild.

„Þegar ég horfi til baka hefði ég átt að fara. Það hefði verið síðasta stóra áskorunin á ferlinum.“

Kahn spilaði með Bayern síðustu 14 ár ferilsins. Hann varð átta sinnum þýskur meistari með liðinu, sex sinnum bikarmeistari og vann bæði Meistaradeild Evrópu og UEFA-bikarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×