Fótbolti

Fyrsti sigur Sigurðar Ragnars kom í fimmtu tilraun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurður Ragnar gat glaðst eftir sigurinn í morgun.
Sigurður Ragnar gat glaðst eftir sigurinn í morgun. vísir/getty
Sigurður Ragnar Eyjólfsson fagnaði sínum fyrsta sigri sem landsliðsþjálfari Kínverja í morgun. Kína vann þá 1-3 sigur á Suður-Kóreu í Austur-Asíukeppninni.

Kína tapaði fyrstu fjórum leikjunum undir stjórn Sigurðar Ragnars en fyrsti sigurinn kom í fimmtu tilraun.

Með sigrinum forðuðust Kínverjar að lenda í neðsta sæti mótsins. Kína endar í 3. sæti en það kemur í ljós seinna í dag hvort N-Kórea eða Japan vinna mótið.

Sigurður Ragnar skrifaði undir þriggja ára samning við kínverska knattspyrnusambandið í nóvember. Hann stýrði áður Jiangsu Suning þar í landi. Svo var hann landsliðsþjálfari Íslands í mörg ár.

Sigurður Ragnar fékk til sín tvo aðstoðarmenn frá Íslandi, þá Halldór Björnsson og Dean Martin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×