Crystal Palace úr fallsæti með sannfærandi sigri

Dagur Lárusson skrifar
Benteke skorar í dag
Benteke skorar í dag vísir/getty
Leicester City og Crystal Palace mættust í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram á King Power Stadium.

Það voru gestirnir í Crystal Palace sem byrjuðu leikinn mun betur og sóttu stíft fyrstu mínúturnar. Voru Wilfried Zaha og Christian Benteke þar í aðalhlutverki. Gestirnir sóttu meira og það skilaði sér síðan á 19. mínútu þegar Andros Townsend gaf frábæra fyrigjöf á Christian Benteke sem skallaði boltann í netið. Þetta var fyrsta útivallarmark Palace á leiktíðinni.

Allt virtist stefna í það staðan yrði 0-1 í leikhlé en þá steig Wilfried Zaha fram og skoraði eftir frábæra skyndisókn Palace.

Crystal Palace hélt yfirburðum sínum á vellinum í seinni hálfleiknum og var líklegra að bæta við þriðja markinu fremur en Leicester að minnka muninn. Ndidi fékk að líta sitt annað gula spjald á 61. mínútu og þar með rautt.

Crystal Palace skoraði síðan sitt þriðja mark undir blálokin en þar var á ferðinni Bakary Sako.

Eftir það var ekki aftur snúið og vann Crystal Palace því mikilvægan sigur og lyfti sér upp úr fallsæti og upp í það fjórtánda.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira