Íslenski boltinn

Davíð Þór framlengdi við FH

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH. Vísir/Ernir

Fyrirliði FH, Davíð Þór Viðarsson, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið.

Samningurinn er til tveggja ára og er hann því bundinn félaginu út tímabilið 2019.

Davíð Þór hefur verið allan feril sinn hjá FH, að undanskildum nokkrum árum þar sem hann reyndi fyrir sér erlendis.

Hann á að baki 239 leiki fyrir félagið og hefur skorað í þeim 11 mörk.


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.