Suarez og Paulinho sáu um Deportivo

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Þessir tveir voru á skotskónum í kvöld.
Þessir tveir voru á skotskónum í kvöld. vísir/getty
Barcelona náði ellefu stiga forskoti á erkifjendur sína í Real Madrid með 4-0 sigri gegn Deportivo á heimavelli í spænska boltanum í dag en Madrídingar eiga þó leik til góða.

Eftir að Valencia missteig sig fyrr í dag gátu þeir bætt við forskot sitt á toppi deildarinnar og þeir voru ekki lengi að því að klára þetta.

Luis Suárez kom þeim yfir á 29. mínútu og Paulinho bætti við marki undir lok fyrri hálfleiks. Suárez var svo aftur á ferðinni í byrjun seinni hálfleiks.

Lionel Messi fékk tækifæri til að setja fjórða mark heimamanna en honum brást bogalistin af vítapunktinum en það kom ekki að sök.

Paulinho bætti við fjórða marki Börsunga stuttu síðar en það reyndist vera síðasta mark leiksins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira