Erlent

Hluti Schiphol rýmdur vegna hnífamanns

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá Schiphol í dag.
Frá Schiphol í dag. Vísir/EPA
Lögregla í Hollandi segist hafa skotið og handtekið mann sem ógnaði fólki með hníf á Schiphol flugvellinum í Amsterdam. Hluti flugvallarins var rýmdur en Schiphol er einn af stærstu flugvöllum Evrópu.

Yfirvöld í Hollandi segjast hafa náð stjórn á aðstæðum. Enginn annar slasaðist.

„Maðurinn hótaði fólki með hníf og herlögregla skaut hann,“ sagði Stan Verberkjt, talsmaður lögreglu við fréttaveituna Reuters.

„Hann slasaðist og er nú í haldi.“

Búið er að opna þann hluta vallarins sem var rýmdur á nýjan leik. Aðgerðirnar höfðu engin áhrif á flugumferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×