Menning

Æfðu sig í kirkjunum í Strassborg

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hilmar, Björg og Elísabet komast vonandi heim í tæka tíð fyrir tónleikana í Seltjarnarneskirkju annað kvöld.
Hilmar, Björg og Elísabet komast vonandi heim í tæka tíð fyrir tónleikana í Seltjarnarneskirkju annað kvöld.

Íslendingar hafa óspart látið ljós sitt skína á stóra jólamarkaðnum í Strassborg, með eðalvarningi og yndislegum tónum. Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona er meðal tónlistarflytjenda sem þar kom fram í boði Patrice Dromson, konsúls Íslendinga í borginni, og menntamálaráðuneytisins.

„Jólamarkaðurinn í Strassborg er sá elsti í Frakklandi og er sóttur heim af tveimur milljónum manna í ár,“ segir Björg sem ásamt föruneyti sínu hélt tónleika í Saint Guilliaume kirkjunni og St. Péturskirkjunni.

Tónleikana ætlar hópurinn svo að endurtaka annað kvöld, sunnudag, í Seltjarnarneskirkju klukkan 20, við kertaljós. Yfirskriftin er: Niðamyrkrið ljómar.

Í hópnum eru auk Bjargar Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Elísabet Waage hörpuleikari, Matthías Nardeau óbóleikari og Hilmar Örn Agnarsson orgelleikari ásamt kammerkór.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.