Erlent

Reisa blokkir fyrir fráskilda

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Börnin fá rými milli íbúða foreldranna í skilnaðarblokkunum.
Börnin fá rými milli íbúða foreldranna í skilnaðarblokkunum. NORDICPHOTOS/GETTY
Norskt byggingafyrirtæki hyggst reisa fjórar íbúðablokkir í Ósló sem ætlaðar eru foreldrum sem hafa skilið og börnum þeirra. Rými fyrir börnin, með svefnherbergjum, baði og gangi, verður mitt á milli íbúða foreldranna.

Við báða enda barnarýmisins verða dyr, aðrar að íbúð móðurinnar og hinar að íbúð föðurins. Gert er ráð fyrir að dyrnar að íbúðum foreldranna verði opnar til skiptis eftir samkomulagi.

Jafnframt er gert ráð fyrir heilli hæð fyrir sameiginlegt rými íbúanna. Þeir eiga sjálfir að koma með tillögur um hvernig það verði nýtt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×