Innlent

Örþörungarækt í jarðhitagarði

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Gufuafl á Hellisheiði.
Gufuafl á Hellisheiði. vísir/Ernir
Bæjarstjórn Ölfuss segist heilshugar munu styðja Omega Algae í að koma á fót umhverfisvænni örþörungaframleiðslu í Jarðhitagarðinum á Hellisheiði ef ríkið veitir félaginu fyrirgreiðslu samkvæmt lögum um ívilnanir vegna nýfjárfestinga.

„Bæjarstjórn telur að jákvæðra áhrifa muni gæta á samfélagið verði af þessu verkefni,“ segir bæjarstjórnin sem sér meðal annars fyrir sér aukinn útflutning í gegnum Þorlákshöfn. „Mikil framtíðartækifæri eru tengd verkefninu og vexti þess sem jákvæð áhrif geta haft á nær- og fjærsamfélag.“ Verkefnið falli mjög vel að áformum Orku náttúrunnar um starfsemi Jarðhitagarðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×