Innlent

Ráðherra rannsaki verðmyndun

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Fé til slátrunar.
Fé til slátrunar. vísir/vilhelm
Mikilvægt er að gera úttekt á verðmyndun frá frumframleiðanda í sauðfjárrækt til neytenda að mati sveitarstjórnar Mýrdalshrepps sem hyggst skora á landbúnaðarráðherra að láta gera slíka úttekt.

Samþykkt sveitarstjórnar er gerð eftir upphaflega tillögu eins fulltrúans um að skora á ráðherra að hefja opinbera rannsókn á þætti sláturleyfishafa í myndun afurðaverðs til sauðfjárbænda á þessu ári. Sveitarstjórnin vildi þó síður að „opinberri rannsókn verði beint að einstökum aðilum“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×