Handbolti

Frakkar mörðu sigur á Svíum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. vísir/afp
Það verða Frakkland og Noregur sem mætast í úrslitaleik á HM kvenna í Þýskalandi. Frakkar skelltu Svíum, 24-22, í kvöld.

Fyrri hálfleikur var mjög skemmtilegur. Frakkar byrjuðu leikinn mikið betur og komust í 10-6. Lokakafli hálfleiksins var aftur á móti frábær hjá Svíum sem náðu eins marks forskoti, 12-11, fyrir hlé.

Frakkar hófu síðari hálfleik eins og þann fyrri - með látum. Þær frönsku skelltu í lás í vörninni og náðu þriggja marka forskoti, 18-15.

Þá, rétt eins og í fyrri hálfleik kom sænska liðið til baka og jafnaði, 20-20, er tíu mínútur voru eftir af leiknum. Æsispennandi lokakafli fram undan.

Taugar Frakka voru sterkari á lokakaflanum og þær fögnuðu gríðarlega í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×