Innlent

Fyrstu skref ríkisstjórnar Katrínar í Víglínunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alþingi lauk fyrstu umræðu um fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í gærkvöldi og þar með er ríkisstjórnin komin skrefinu lengra en síðasta ríkisstjórn sem ekki tókst að ljúka fyrstu umræðu um frumburð sinn í fjárlagagerð.

Sigurðurður Ingi Jóhannsson einn þriggja oddvita stjórnarflokkanna og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns á Stöð 2 og Vísi í dag til að ræða þá jafnvægislist sem þrír ólíkir stjórnarflokkar þurfa að tileinka sér til að ná saman um einstök mál.

Í seinni hluta þáttarins mæta þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Halldóra Mogensen þingmaður Pírata. En þær gagnrýndu stjórnarsáttmálann, fjárlagafrumvarpið og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar með örlítið öðrum hætti en þingmenn og leiðtogar annarra flokka sem tóku til máls um stefnuræðu forsætisráðherra á fimmtudagskvöld.

Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu klukkan 12:20 á Stöð 2 og Vísi. Horfa má á útsendinguna í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×