Lífið

Stærstu þrifsnapparar landsins hafa ekki talast við í rúmt ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigrún Sigurpáls er sigrunsigurpals á Snapchat.
Sigrún Sigurpáls er sigrunsigurpals á Snapchat.
Sigrún Sigurpáls (sigrunsigurpals) tilheyrir þeim fámenna hópi Íslendinga sem hafa lagt fyrir sig að vera þrifsnappari. Hún er fjögurra barna móðir, búsett á Egilsstöðum og daglega fylgjast 13-15 þúsund Íslendingar með daglegu lífi hennar og heimilisverkum á Snapchat.

Fyrir rúmu ári gagnrýndi þrifsnapparinn Sólrún Diego notkun ilmkúlna í þvottavélar og notkun matarolíu og spritts við þrif. Sigrún tók þetta til sín, enda hafði hún ráðlagt fylgjendum sínum að nota þessi efni við þrif og kveðst hafa góða reynslu af þeim.

Ekkert talast við

Rimman vakti mikla athygli á sínum tíma og samfélagsmiðlar loguðu. Þegar rætt var við Sigrúnu fyrir lokaþátt Snappara kom í ljós að nú ári síðar hafa þessir tveir stærstu þrifsnapparar landsins ekki talast við síðan þessi uppákoma varð. Nánar um rimmuna í myndbandi sem hér fylgir.

Lokaþáttur Snappara er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 20. Þar kynnumst við þremur snöppurum, hver öðrum ólíkari.

Auk Sigrúnar kynnumst við Thelmu Hilmars (thelmafjb) sem snappaði sig í gegnum sorgina eftir að kærastinn hennar framdi sjálfsvíg og hittum Aldísi Björk (aldisdk) sem starfar í dag sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum og festist eitt sinn í Smáralindinni í einn og hálfan klukkutíma þegar aðdáendur flykktust að henni og vildu eiginhandaráritun, mynd eða knús.  

Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson.


Tengdar fréttir

Snapparar: Binni lætur allt flakka á Snapchat

Brynjólfur Löve Mogensen atvinnusnappari og brettagaur (binnilove á Snapchat) og Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðinemi (ernuland á Snapchat) eru viðmælendur kvöldsins í þættinum Snapparar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×