Enski boltinn

Mourinho segir alla leikmenn United fala fyrir rétt fé

Mourinho segist ekki ætla að koma í veg fyrir að óánægðir leikmenn yfirgefi félagið.
Mourinho segist ekki ætla að koma í veg fyrir að óánægðir leikmenn yfirgefi félagið. Getty Images // Vísir
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki ætla að koma í veg fyrir að leikmenn yfirgefi félagið í janúar svo lengi sem félagið fái sanngjarna upphæð fyrir þá.

Nokkrir leikmenn eru taldir vera á útleið frá félaginu en óvissa er um framtíð Luke Shaw, Matteo Darmian, Daley Blind og Marouane Fellaini sem á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum.

Þá er því slegið upp í enskum fjölmiðlum um helgina að Henrikh Mkhitaryan sé á leiðinni frá félaginu en hann hefur aðeins einu sinni verið í hóp í síðustu átta leikjum.

Félagið samþykkti að selja Morgan Schneiderlin og Memphis Depay í síðasta janúarglugga en Mourinho segir að í raun séu allir leikmenn liðsins falir sé upphæðin nægilega há.

„Það er verðmiði á öllum leikmönnum, komi leikmaður til okkar og segist vera óánægður á sama tíma og við erum með gott tilboð í hann þá mun ég aldrei neita leikmanni að fara.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×