Erlent

Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í  Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum.
Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. VÍSIR/GETTY
Yfirvöld í Kaliforníu hafa fyrirskipað íbúum í Santa Barbara að yfirgefa heimili sín þar sem sterki vindar hafa gert skógareldana í ríkinu enn verri.  Veðurfræðingar spá því að sterk norðanátt auki styrk eldsins Tómasar, sem er sá þriðji stærsti í sögu ríkisins samkvæmt frétt BBC. Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í  Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 

Skógareldarnir í ríkinu hafa logað síðan 4. desember og hefur þúsund ferkílómetra svæði orðið eldinum að bráð. Talið er að í kringum þúsund byggingar séu eyðilagðar vegna skógareldana samkvæmt BBC, þar af 750 íbúðarhúsnæði. Meira en 200.000 íbúar hafa nú þegar þurft að yfirgefa heimili sín í þessum mánuði.

Tveir hafa látist vegna skógareldana, sjötug kona og 32 ára slökkviliðsmaður. Virginia Rae Pesola lést í árekstri þegar hún flúði heimili sitt vegna eldana.  Cory Iverson lést við slökkviliðsstörf á vettvangi en 8.000 slökkviliðsmenn glíma nú við eldana. Nokkrir hafa slasast á svæðinu og eru aðstæður þar hættulegar. Fjölmargir þessara slökkviliðsmanna eru fangar sem fá greidda 2 dali, eða um 210 krónur, í laun á dag. Launagreiðslan hækkar um 100 krónur fyrir hverja klukkustund sem þeir eru að slökkva elda.

Lítill raki er á svæðinu sem hefur einnig áhrif á skógareldana.  Vegna veðurspárinnar fyrir sunnudaginn hefur íbúum á stóru svæði í Santa Barbara verið skipað að yfirgefa heimili sín. Fátt virðist benda til þess að Tómas muni slokkna af sjálfsdáðum. Sterkir vindar og lítill raki gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×