Körfubolti

Boston Celtics komst aftur á sigurbraut

Dagur Lárusson skrifar
Jayson Tatum skoraði 19 stig.
Jayson Tatum skoraði 19 stig. vísir/getty
Boston Celtics komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið bar sigurorð af Memphis Grizzlies.

Alls fóru átta leikir fram í nótt en bæði Cleveland Cavaliers og San Antonio Spurs voru sömuleiðis í eldlínunni.

Boston Celtics var búið að tapa þremur síðustu leikjum sínum þegar liðið mætti Memphis Grizzlies í gær og því var kominn tími á sigur. Boston byrjaði leikinn mun betur og var yfir 31-12 eftir 1. leikhluta og 48-40 að loknum fyrri hálfleik.

Memphis náði hins vegar að minnka forystu Boston niður í 3 stig í þriðja leikhluta en eftir það tók Boston aftur völdin og vann að lokum sigur, 102-93. Stigahæstur í liði Boston var Kyrie Irving með 20 stig og næststigahæstur var Jayson Tatum með 19 stig en Marc Gasol var stigahæstur hjá Memphis með 30 stig.

LaMarcus Aldridge var stighæstur í sigri San Antonio Spurs á Dallas Mavericks en hann var með 22 stig.

Lebron James leiddi sína menn til sigurs gegn Utah Jazz en hann skoraði 29 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.

Úrslit næturinnar:

Hornets 91-93 Trail Blazers

Cavaliers 109-100 Utah Jazz

Knicks 111-96 Thunder

Heat 90-85 Clippers

Rockets 115-111 Bucks

Timberwolves 106-108 Suns

Spurs 98-96 Mavericks

Grizzlies 93-102 Celtics

Hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Boston Celtics og Dallas Mavericks

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×