Enski boltinn

Moyes: Ég var pirraður út í Arnautovic

Dagur Lárusson skrifar
David Moyes hefur heldur betur snúið gengi West Ham við.
David Moyes hefur heldur betur snúið gengi West Ham við. vísir/getty
David Moyes, stjóri West Ham, segir að liðið hans hefði getað skorað fleiri mörk í 3-0 sigri þess á Stoke í gær.

David Moyes tók við West Ham í nóvember og gekk illa í fyrstu. En í síðustu leikjum hefur hann náð að snúa gengi liðsins við á ótrúlegan hátt.

„Ef þú hugsar um leiki okkar í vikunni og þá orku sem við settum í þá þá er ekki annað hægt en að vera mjög ánægður með frammistöðuna og útkomuna úr þessum leik.“

„Ég sagði við Arnautovic í hálfleik að ég væri pirraður út í hann. Að hann ætti að vera búinn að skora tvö mörk. Ég sagði við hann að ef hann héldi uppteknum hætti í síðari hálfleik þá myndi hann skora. Hann fékk 3-4 dauðafæri og hefði líklega átt að skora þrennu.“

„En þrátt fyrir það að við hefðum getað skorað fleiri mörk var frammistaðan frábær og við skoruðum þrjú mjög flott mörk.“


Tengdar fréttir

Moyes: Adrián orðinn markvörður númer eitt

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, segir að Joe Hart verði að gera sér að góðu að sitja á bekknum á Hömrunum. Adrián sé markvörður númer eitt eins og staðan er núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×