Innlent

Boðað til fundar í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands mætir til fundar hjá Ríkissáttasemjara.
Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands mætir til fundar hjá Ríkissáttasemjara. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan fimm í húsnæði Ríkissáttasemjara.

Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun eftir að upp úr slitnaði í viðræðum deiluaðila í nótt.

Alls hefur um tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst vegna verkfallsins auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum Icelandair frá Íslandi í morgun.

Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að langt væri milli deiluaðila en staðan væri þannig að deiluaðilar yrði að komast að samkomulagi sem fyrst, svo aflýsa mætti verkfallinu.


Tengdar fréttir

Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags

Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja.

Verkfall flugvirkja: Reiknar með að deiluaðilar hittist í dag

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í til að ræða kjarasamning flugvirkja. Verkfall flugvirkja Icelandair hófst í morgun en ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar.

Verkfall flugvirkja Icelandair hafið

Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×