Lífið

Hafdís Huld í það heilaga: Gifti sig í gróðurhúsi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hafdís Huld er nú gift kona.
Hafdís Huld er nú gift kona. Vísir/Laufey
Tónlistarkonan Hafdís Huld gekk að eiga unnusta sinn, tónlistarmanninn Alisdair Wright, við fallega athöfn í gær. 

Hafdís og Alisdair kynntust árið 2006 og hafa verið nánast óaðskiljanleg síðan og unnið mikið saman í tónlistinni. Það var svo árið 2012 að þau eignuðust sitt fyrsta barn saman, dótturina Arabellu Iðunni. Stuttu eftir að þau buðu Arabellu litlu velkomna í heiminn, nánar til tekið fjórum dögum eftir fæðinguna, bað Alisdair Hafdísar. Setti hann trúlofunarhring á fingur henni sem var ævagamall, en langafi hans hafði gefið langömmu hans hringinn áður en hann lagði af stað í heimsstyrjöldina.

„Englendingurinn kann þetta því ég er heilluð af öllu gömlu. Stundum er maður heppinn og ég var rosalega heppin að finna hann. Við erum eins og svart og hvítt en við bara erum saman áreynslulaust,“ sagði Hafdís í viðtali við Fréttablaðið árið 2014.

Hafdís og Alisdair búa í fallegu húsi í Mosfellsdal en ákváðu að gifta sig í öðrum dag, nefnilega í gróðurhúsinu á Suðurá.

 

Falleg fjölskylda á stóra daginn:

 
A post shared by Telma Huld (@telmahuldt) on Dec 16, 2017 at 8:45am PST

Hafdís klæddist fallegum blúndukjól, sem á sér eflaust sögu:

Gróðurhúsið var fallega skreytt:

 
A post shared by Nancy Wright (@nanciclles) on Dec 16, 2017 at 9:25am PST

Hafdís les heillaóskir:

 
A post shared by Nancy Wright (@nanciclles) on Dec 16, 2017 at 6:48am PST

Yndisleg staðsetning:

 
A post shared by Nancy Wright (@nanciclles) on Dec 16, 2017 at 9:26am PST

Borðin voru merkt á skemmtilegan hátt:

 
A post shared by hreidarjons (@hreidarjons) on Dec 16, 2017 at 10:56am PST

Vísir óskar brúðhjónunum til hamingju með lífið og ástina!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×