Erlent

Erdogan vill færa sendiráð Tyrkja í Palestínu í austurhluta Jerúsalem

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Recep Tayyip Erdogan svarar Trump með því að færa sendiráð sitt.
Recep Tayyip Erdogan svarar Trump með því að færa sendiráð sitt. vísir/epa
Tyrkir stefna að því að opna sendiráð í austurhluta Jerúsalem. Þetta kom fram í ræðu Recep Tayyip Erdogan, forseta landsins, í gær.

„Með leyfi Guðs þá styttist óðum í þann dag að við munum geta fært sendiráð okkar þangað,“ sagði Erdogan í ræðu sinni.

Ekki liggur fyrir hvernig Erdogan ætlar að fara að þessu en Ísrael hefur ráðið yfir austurhluta borgarinnar frá árinu 1967. Ísraelsmenn kalla Jerúsalem „ósýnilega“ höfuðborg sína.

Áður hafði Erdogan farið fremstur í flokki leiðtoga múslimaríkja sem kölluðu eftir því að austurhluti Jerúsalem yrði viðurkenndur sem höfuðborg Palestínu. Sendiráðstilfærslan sem stefnt er að er liður í því. Hingað til hafa sendiráð ríkja í Ísrael verið í Tel Aviv vegna þeirrar stöðu sem uppi er í Jerúsalem.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×