Körfubolti

Enn ein þrennan hjá James

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James í leiknum í nótt.
LeBron James í leiknum í nótt. Vísir/Getty
Cleveland Cavaliers og LeBron James eru óstöðvandi um þessar mundir en liðið hafði betur í nótt gegn Washington Wizards, 106-99.

James náði enn og aftur þrefaldri tvennu í leiknum en þetta var hans fjórða slíka í síðustu fimm leikjum Cleveland. James var með 20 stig, fimmtán stoðsendingar og tólf fráköst.



Kevin Love átti einnig góðan leik og skoraði 25 stig fyrir Cleveland. Stigahæstur hjá Washington var Bradley Beal með 27 stig en John Wall var með fimmtán stig, tíu fráköst og sex stoðsendingar.

Cleveland er í öðru sæti austurdeildarinnar með 23 sigra en Boston er á toppnum með 25 sigra. Washington er í áttunda sætinu með sextán sigra.



Toronto vann Sacramento, 108-93, og þar með sinn níunda heimaleik í röð. DeMar DeRozan skoraði 21 stig fyrir Sacramento.

Detroit vann Orlando, 114-110, og bætti félagsmet með því að setja niðiur sautján þriggja stiga körfur í leiknum. Reggie Bullock var með 20 stig fyrir Detroit.



Indiana vann Brooklyn, 109-107. Victor Oladipo skoraði 26 stig fyrir Indiana.

Úrslit næturinnar:

Toronto - Sacramento 108-93

Detroit - Orlando 114-110

Brooklyn - Indiana 97-109

Washington - Cleveland 99-106

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×