Erlent

Krefjast þess að kosið verði að nýju

Atli Ísleifsson skrifar
Sautján manns hafa látið lífi í óeirðum í Hondúras síðustu vikurnar.
Sautján manns hafa látið lífi í óeirðum í Hondúras síðustu vikurnar. Vísir/AFP
Samtök Ameríkuríkja hafa krafist þess að gengið verði til kosninga að nýju í Hondúras, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að forsetinn Juan Orlando Hernandez var lýstur sigurvegari eftir margra vikna deilur.

Framkvæmdastjóri samtakanna segir að kosningarnar hafi verið meingallaðar og hefur hann ýjað að hreinu og beinu kosningasvindli, að því er fram kemur í frétt Guardian.

Til átaka hefur komið í landinu síðustu vikur vegna kosninganna og hafa að minnsta kosti sautján látið lífið.

Opinberar niðurstöður er þær að Hernandez hafi sigrað með 42,9 prósentum atkvæða en keppinautur hans Salvador Nasralla er sagður hafa fengið 41,2 prósent.

Nasralla sakar Hernandez um að hafa brögð í tafli og ætlar hann ekki að viðurkenna úrslitin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×