Lífið

Lét drengjakór borða eldheitan pipar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fór vægast sagt illa í meðlimi kórsins.
Fór vægast sagt illa í meðlimi kórsins.
Daninn Claus „Chili“ Pilgaard er mikill áhugamaður um chili-pipar og gerir hann oft allskyns tilraunir með eldheitum pipar í tengslum við tónlist.

Að þessu sinni fékk hann drengjakór frá Herning í Danmörku til þess að borða eldheitan pipar áður en þeir flutti lagið Guðs kristni í heimi.

Það tók drengina aðeins örfá andartök þar til að þeir fóru einfaldlega að hágráta en þeir borðuðuBhut jolokia piparinn sem gengur einnig undir nafinu Ghost pepper. Hann mun vera mjög sterkur og voru viðbrögð drengjanna eðlilega eftirfarandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×