Lífið

Sólrún Diego biður fólk um að láta unnusta sinn í friði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björn Bragi Arnarson og Snorri Björnsson unnu að bókinni Heima með Sólrúnu en Frans má sjá hér lengst til hægri í útgáfuteiti Sólrúnar.
Björn Bragi Arnarson og Snorri Björnsson unnu að bókinni Heima með Sólrúnu en Frans má sjá hér lengst til hægri í útgáfuteiti Sólrúnar. vísir/eyþór
Þrifsnapparinn vinsæli Sólrún Lilja Diego biðlar til almennings um að láta unnusta sinn í friði.

Sólrún segir frá því á Snapchat-reikningi sínum (solrundiego) að Íslendingar séu farnir að hringja í Frans Veigar Garðarsson, unnusta hennar, til að fá svör frá þrifsnapparanum sjálfum. 

Sólrún hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og á netinu þar sem hún hefur fjallað um þrif og hagnýt húsráð á skemmtilegan og nýstárlegan hátt. Hún gaf út bókina Heima fyrir jól sem fjallar einmitt um hagnýt húsráð.

Ekki er allt sem sýnist í heimi þrifasnappara eins og fjallað var um á Stöð 2 í gærkvöldi. Stærstu þrifasnapparar landsins hafa ekki talast við í lengri tíma.

Bergrún Mist birtir skjáskot af Snapchat-reikningi Sólrúnar á Twitter sem sjá má hér að neðan. Þar segir Sólrún: 

„Mig langar að biðja ykkur um að vera ekki að hringja í Frans til að spyrja um eitthvað, ég svara öllum fyrirspurnum á Instagram & Facebook like síðunni minni eins fljótt & ég get.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×