Enski boltinn

Messan: Kane og Alli áttu báðir að fá rautt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ensku landsliðsmennirnir Harry Kane og Dele Alli voru stálheppnir að fá ekki rautt spjald í leik Manchester City og Tottenham í gær. City vann leikinn 4-1 en þetta var sextándi sigur liðsins í röð.

Kane og Alli brutu báðir illa af sér í seinni hálfleik. Kane tæklaði Raheem Sterling á meðan Alli traðkaði á leggnum á Kevin De Bruyne, besta manni vallarins.

„Þetta er bara 15 ára gömul stimplun. Hann hleður í og stimplar hann,“ sagði Ríkharður Daðason um brotið hjá Kane í Messunni í gær.

Að mati Ríkharðs og Reynis Leóssonar áttu Kane og Alli að fjúka af velli. Þeir voru þó ekki endilega á því að enskir landsliðsmenn fengju sérmeðferð þegar kæmi að svona ákvörðunun.

„Ég ætla að vona að það sé ekki þannig,“ sagði Ríkharður. „Dele Alli, 21 árs, á ekki að njóta neinnar virðingar umfram aðra.“

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×