Enski boltinn

Leikmaður Crystal Palace kærður fyrir líkamsárás og vopnaburð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jason Puncheon er í vondum málum.
Jason Puncheon er í vondum málum. vísir/getty
Jason Puncheon, leikmaður Crystal Palace, hefur verið kærður fyrir líkamsárás og fyrir að hafa vopn í fórum sínum.

Puncheon var handtekinn aðfaranótt sunnudags eftir að hann blandaði sér í slagsmál milli tveggja kvenna fyrir utan skemmtistað í Regiate, Surrey.

Hinn 31 árs gamli Puncheon eyddi nóttinni í fangaklefa en var látinn laus í gær. Hann hefur nú verið kærður fyrir líkamsárás og vopnaburð eins og áður sagði. Puncheon þarf að mæta fyrir dóm 5. janúar á næsta ári.

Puncheon og félagar unnu 0-3 sigur á Leicester City í hádeginu á laugardaginn.

Palace er taplaust í sjö leikjum í röð og situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

Sá elsti heldur uppi heiðri gamla skólans

Það voru flestir búnir að afskrifa Roy Hodgson eftir að enska landsliðið tapaði fyrir Íslandi á EM. Uppeldisfélagið ákvað að veðja á kallinn og sér ekki eftir því í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×