Viðskipti erlent

ESB rannsakar skattgreiðslur IKEA

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Upphæðin er talin nema um 125 milljörðum króna.
Upphæðin er talin nema um 125 milljörðum króna. vísir/getty

Evrópusambandið hyggst rannsaka húsgagnarisann IKEA en grunur liggur á því að fyrirtækið sænska hafi komist hjá því að greiða einn milljarð evra, tæplega 125 milljarða króna, í tekjuskatt á árunum 2009-2014. Fréttaveita Financial Times greinir frá.

Skattaupplýsingarnar koma úr skýrslu sem kynnt var fyrir Evrópuþinginu í fyrra. Samkeppniseftirlit Evrópusambandsins mun kanna greiðslurnar sem um ræðir. Þar segir að IKEA hafi stofnað tvö eignarfélög sem sáu um fjölda fyrirtækja í Hollandi, Lúxemborg og Liechtenstein til þess að notfæra sér sérstaka skattalöggjöf. Eignarfélögin eru IKEA Group og Inter IKEA.

Margrethe Vestager, sem leiðir samkeppnisnefnd ESB, segir rannsóknina vera á byrjunarreit. Einnig bendir hún á að sambandið muni skoða allar ábendingar sem berast um það að alþjóðleg fyrirtæki séu á skattasamningi við aðildarríki þess.

Upplýsingar um afkomu IKEA og skattgreiðslur eru takmarkaðar þar sem það starfar á hinum opna markaði og er samsett af fjölda dótturfélaga sem staðsett eru í mismunandi umdæmum.

Evrópusambandið hefur í ríkari mæli rannsakað alþjóðafyrirtæki og tilhögun skattgreiðslna þeirra. Til að mynda hefur sambandið skikkað fjögur aðildarríki sín að endurheimta milljarði evra vegna skattasamninga við stórfyrirtækin Apple, Starbucks, Fiat og Amazon. Þeim kröfum hefur flestum verið áfrýjað. Umfangsmesta málið af þessu tagi er þó eflaust þegar að samkeppnisnefnd ESB skipaði Írlandi að endurheimta 13 milljarða evra frá tæknirisanum Apple vegna ógreiddra skatta frá árunum 2004-2013.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.