Formúla 1

Mercedes vélin nálgast 1000 hestöfl

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Andy Cowell ræðir við liðsstjóra Mercedes, Toto Wolff.
Andy Cowell ræðir við liðsstjóra Mercedes, Toto Wolff. Vísir/Getty

Vél Mercedes liðsins í Formúlu 1 nálgast 1000 hestöfl samkvæmt Andy Cowell, yfirmanni vélamála hjá liðinu.

Mercedes hefur drottnað í Formúlu 1 undir því vélaregluverki sem nú er við líði. Það er í V6 túrbínu, tvinnvélunum. Liðið hefur síðustu fjögur ár orðið bæði heimsmeistari bílasmiða og ökumanna.

Vélin hefur átt stóran þátt í velgengni Mercedes. Þróun vélarinnar hefur tekið stór skref í ár þar sem hún rauf 900 hestafla múrinn og segir Cowell að nú styttist í að 1000 hestafla múrinn falli.

„Við förum að nálgast. Ég veit ekki alveg hvenær það verður en ég er viss um að það gerist á einhverjum tímapuntki,“ sagði Cowell aðspurður um hvort styttist í að vélin skilaði 1000 hestöflum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.