Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar förum við líka ítarlega yfir stöðuna vegna verkfalls flugvirkja og sýnum frá blaðamannafundi lögreglunnar og embættis tollstjóra sem haldinn var í dag. Þar var greint frá rannsókn á umfangsmiklum pólskum glæpahring sem starfað hefur meðal annars hér á landi.

Loks lítum við til Arnarfjarðar en fjárfestar skoða nú mikla atvinnuuppbyggingu þar, enda verður Mjólká miðja byggðanna á Vestfjörðum með tilkomu Dýrafjarðarganga. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×