Erlent

Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem

Kjartan Kjartansson skrifar
Nikki Haley, sendifulltrúa Bandaríkjanna, var ekki skemmt þegar tillagan var tekin fyrir í öryggisráðinu. Bandaríkin voru einangruð í afstöðu sinni og beittu neitunvaldi í fyrsta skipti í sex ár.
Nikki Haley, sendifulltrúa Bandaríkjanna, var ekki skemmt þegar tillagan var tekin fyrir í öryggisráðinu. Bandaríkin voru einangruð í afstöðu sinni og beittu neitunvaldi í fyrsta skipti í sex ár. Vísir/AFP
Tillaga um að yfirlýsing Bandaríkjastjórnir um að hún ætli að flytja sendiráð sitt til Austur-Jerúsalem yrði dregin til baka var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í dag þegar Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. Palestínumenn hafa óskað eftir neyðarfundi allsherjarþings SÞ.

Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að flytja sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael frá Tel Aviv til austurhluta Jerúsalem í þarsíðustu viku vakti mikla reiði. Með henni var snúið við áratugalangri stefnu bandarískra stjórnvalda. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall til borgarinnar og hefur ákvörðunin verið sögð geta spillt fyrir möguleikanum á friði.

Egyptar lögðu fram tillögu um að ákvörðunin yrði dregin til baka án þess þó að nefna Bandaríkin á nafn. Fjórtán ríki sem eiga aðild að ráðinu samþykktu tillöguna en Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna, beitti neitunarvaldi.

Palestínumenn eru sagðir ætla að fara fram á neyðarfund allsherjarþings SÞ í kjölfar synjunar tillögunnar.

Lýsti Haley tillögunni sem móðgun sem yrði ekki gleymd í bráð. Þetta er í fyrsta skipti í meira en sex ár sem Bandaríkin beita neitunarvaldi í öryggisráðinu, að því er kemur fram í frétt Reuters.

„Sú staðreynd að þessari höfnun er beitt til varnar fullveldi Bandaríkjanna og hlutverks Bandaríkjanna í friðarferlinu í Mið-Austurlöndum er ekki vandræðaleg fyrir okkur, hún ætti að vera vandræðaleg fyrir aðra í öryggisráðinu,“ sagði Haley.


Tengdar fréttir

Tilfærslan olía á eld hinna öfgasinnaðri

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi einhliða sendiráðstilflutning Donalds Trump á neyðarfundi. Íslendingur á Vesturbakkanum segir íbúa ekki munu gefast upp.

Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum

Guðlaugur Þór Þórðarson óttast að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs.

Táragasi beitt á mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon

Hörð átök áttu sér stað fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan sendiráðið til að mótmæla ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×