Íslenski boltinn

Níu stoðsendingar besti árangur Íslandsmótsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vinningshafar með Íslenska knattspyrnu 2017.
Vinningshafar með Íslenska knattspyrnu 2017. Vísir/Anton

Hallgrímur Mar Steingrímsson, Jósef Kristinn Jósefsson, Svava Rós Guðmundsdóttir og Stephany Mayor voru heiðruð fyrir það að hafa átt flestar stoðsendingar í Pepsi deildunum í sumar í útgáfuhófi bókarinnar Íslensk knattspyrna 2017.

Víðir Sigurðsson, blaðamaður íþróttadeildar Morgunblaðsins, gefur bókina út eins og hann hefur gert síðustu ár.

Hallgrímur og Jósef lögðu upp 9 mörk hvor fyrir sín félög, KA og Stjörnuna. Næstir voru Guðjón Pétur Lýðsson, Jóhann Laxdal og Martin Lund með 7 stoðsendingar.

Svava Rós og Stephany áttu einnig 9 stoðsendingar, en Berglind Björg Þorvalsdóttir og Vesna Elísa Smiljkovic voru næstar með 8 stykki.

Þór/KA fékk heiðursverðlaun Bókaútgáfunnar Tinds fyrir frábært uppbyggingastarf í knattspyrnu kvenna og Íslandsmeistaratitilinn árið 2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.