Íslenski boltinn

KSÍ fór gegn samkeppnislögum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
2000kr þurfti að borga til að sjá viðureignir í Pepsi deild karla síðasta sumar
2000kr þurfti að borga til að sjá viðureignir í Pepsi deild karla síðasta sumar vísir/stefán

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, taldist brotlegt gegn reglum Samkeppniseftirlitsins þegar sambandið auglýsti sameiginlegt miðaverð á leiki Pepsi deildar karla síðasta sumar.

KSÍ greinir frá þessu á heimasíðu sinni þar sem sambandið greinir einnig frá sátt sem það hefur gert við Samkeppniseftirlitið vegna þessa máls.

Fyrir síðasta tímabil hækkaði miðaverð á leiki í Pepsi deild karla úr 1500kr í 2000kr.

Samkeppnislög, nánar tiltekið greinar 10. og 12., leggja bann við samningum og samþykktum á milli fyrirtækja og ákvörðunum samtaka fyrirtækja sem hafa það að markiði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún takmörkuð eða henni raskað.

KSÍ birti í handbók leikja viðmiðunarverð aðgöngumiða. Það hafi þó ekki átt að hafa í hyggju að raska samkeppni. Til þess að sættast við Samkeppniseftirlitið tók KSÍ ákvæðið úr handbókinni og var ný útgáfa handbókarinnar gefin út samdægurs og ákvörðunin var tekin, 24. maí síðastliðinn.

Þess til auka mun sambandið beita sér fyrir því að fjalla ekki um verð, verðþróun, viðskiptakjör eða önnir samkeppnisleg málefni aðildarfélaga sambandsins. 


Tengdar fréttir

Starfshópur um lélega mætingu í efstu deild

KSÍ hefur sett saman starfshóp sem á að skoða og greina hvers vegna stuðningsmenn liða í Pepsi-deild karla mæta ekki á völlinn. Hækkun miðaverðs er ein breyta í stóru dæmi segir formaður starfshópsins sem hefur þegar hafið störf.

Ruglað miðaverð

KSÍ og íslenskur toppfótbolti eru ekki að lesa leikinn rétt. Á síðasta tímabili varð hrun í áhorfendafjölda þegar innan við þúsund manns mættu að meðaltali.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.