Körfubolti

Stór Bandaríkjamaður samdi við Þórsara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nino Johnson í leik með Southest Missouri.
Nino Johnson í leik með Southest Missouri. Vísir/Getty
Nino Johnson hefur samið við lið Þórs á Akureyri og mun spila með liðinu til loka tímabilsins í Domino's-deildinni. Heimasíða Þórs greinir frá þessu.

Johnson fyllir í skarð Marques Oliver sem er meiddur og getur af þeim sökum ekki spilað meira með Þór í vetur.

Hann er 24 ára og 206 cm en Johnson spilaði með finnsku liði síðastliðinn vetur þar sem hann var með þrettán stig og sjö fráköst að meðaltali í leik. Hann spilaði með Southeast Missouri State í bandaríska háskólaboltanum.

Þór Akureyri er í næstneðsta sæti Domino's-deildarinnar með fjögur stig að loknum fyrri hluta tímabilsins. Oliver var með 19,3 stig og 14,3 fráköst að meðtaltali í leik þar til hann meiddist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×