Handbolti

Seinni bylgjan: Tveggja íþrótta undur á Selfossi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Selfoss fer inn í jólafríið í 4. sæti Olís-deildar karla. Selfyssingar unnu 36-29 sigur á Fram í síðasta leik sínum fyrir áramót.

Haukur Þrastarson og Teitur Örn Einarsson hafa stolið fyrirsögnunum að undanförnu en í leiknum gegn Fram stukku aðrir leikmenn fram á sjónarsviðið.

Meðal þeirra var Richard Sæþór Sigurðsson sem skoraði þrjú mörk úr vinstra horninu.

Richard Sæþór er ekki bara góður í handbolta heldur er hann einnig liðtækur fótboltamaður.

Sumarið 2016 lék hann 18 leiki með Selfossi í Inkasso-deildinni og skoraði þrjú mörk í fimm bikarleikjum. Tvö þeirra komu í 4-3 sigri á Víði í 16-liða úrslitum.

„Hann lék bara einn leik með Árborg í fyrra þannig hann virðist vera búinn að velja handboltann. En það er ekki nema eitt ár síðan hann var að skora í 16-liða úrslitum bikarsins,“ sagði Tómas Þór Þórðarson þegar hann kynnti Richard Sæþór til leiks í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Teitur Örn æfir með Kristianstad

Selfyssingurinn skotfasti, Teitur Örn Einarsson, mun æfa og skoða aðstæður hjá Kristianstad á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×