Enski boltinn

„Sánchez er búinn að stimpla sig út“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexis Sánchez gæti verið á förum frá Arsenal í janúar.
Alexis Sánchez gæti verið á förum frá Arsenal í janúar. vísir/getty
Arsenal-hetjan Ian Wright segir að Alexis Sánchez sé búinn að stimpla sig út hjá félaginu.

Framtíð Sánchez er óráðin en samningur hans við Arsenal rennur út í sumar. Sílemaðurinn hefur ekki skrifað undir nýjan samning og talið er að hann gæti yfirgefið Arsenal í janúar.

Wright er langt frá því að vera sáttur við Sánchez og viðhorf hans.

„Það er eins og hann hafi stimplað sig út. Viðhorf hans segir margt um hann. Eins og hann er að spila núna get ég ekki séð hvernig brotthvarf hans muni veikja Arsenal. Hann er ekki að spila nógu vel,“ sagði Wright á BBC.

„Hann leggur sig ekki fram. [Philippe] Coutinho vildi fara. Hann bað um að verða seldur en sjáðu hvernig hann er að spila. Sjáðu hvernig [Mesut] Özil er að spila,“ bætti Wright við.

Eftir frábært tímabil í fyrra hefur Sánchez aðeins skorað fimm mörk í 13 leikjum fyrir Arsenal í vetur.


Tengdar fréttir

„Wilshere ætti að fara“

Charlie Nicholas, fyrrum leikmaður Arsenal og nú álitsgjafi hjá Sky, segir að Jack Wilshere ætti að láta samning sinn hjá Arsenal renna út næsta sumar.

Wenger um Özil: Ég er vongóður

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist vera vongóður um að Mesut Özil muni skrifa undir nýjan samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×